18.11.1975
Sameinað þing: 17. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

293. mál, kvikmyndasjóður

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Ég tel ástæðulaust að saka framkvæmdadeild Innkaupastofnunarinnar um eitt eða neitt í sambandi við þetta mál. Ég held að skýringin á þeim drætti, sem orðið hefur á því að taka þessa sjúkradeild í notkun, sé einfaldlega sú að það skortir starfsfólk og þurfi meiri tíma til þess að koma þessari deild af stað samhliða öðrum sjúkradeildum sem nú eru tilbúnar til notkunar.

Þetta leiðir hugann að því, að það er ekki nægilegt að hefjast handa og standa fyrir og ljúka framkvæmdum, heldur þarf samhliða að gera samræmdar áætlanir um starfsmannalið sem reiðubúið sé til þess að nýta þær stofnanir svo að þær komi að þeim notum sem ætlast er til.