17.05.1976
Efri deild: 119. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4484 í B-deild Alþingistíðinda. (3909)

268. mál, hafnalög

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Samgn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á hafnalögum. Í frv. þessu felast tvær breytingar á núgildandi hafnalögum: Í fyrsta lagi að vörugjald skuli reiknað af vörum sem umskipað er, útskipað eða uppskipað utan löggiltra hafnarsvæða og skal gjald þetta renna í Hafnabótasjóð. Og í öðru lagi er svo aukin lánsheimild Hafnabótasjóðs úr 350 millj. í 750 millj. kr.

Samgn. mælir eindregið með samþykkt þessa frv. eins og það liggur hér fyrir.