17.05.1976
Neðri deild: 112. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4493 í B-deild Alþingistíðinda. (3965)

177. mál, námslán og námsstyrkir

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Hagsmunasamtök námsmanna, svo sem Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband ísl. námsmanna erlendis og nemendafélög við aðra skóla en háskóla veita námsmönnum margháttaða fyrirgreiðslu. Nærtæk dæmi eru forganga um atvinnumiðlun, aðstoð í húsnæðismálum og forganga um mötuneytismál og upplýsingamiðlun margs konar. Ég tel eðlilegt að tryggja slíkum samtökum hóflegt starfsfé líkt og Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur nú þegar og því segi ég já.