18.05.1976
Efri deild: 121. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4506 í B-deild Alþingistíðinda. (4043)

285. mál, Olíusjóður fiskiskipa

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um það að eftirstöðvar af Olíusjóði sem lagður var niður með lögum í vetur, eignir hans, renni til Tryggingasjóðs fiskiskipa. Það er prentað hér með aths. við þetta lagafrv. yfirlit sem sýnir að það er áætlað, þegar allar birgðir eru seldar úr landi, að þá muni verða eftir um 100 millj. kr. í Olíusjóði. Hins vegar er hagur Tryggingasjóðs fiskiskipa mjög bágborinn. Með uppstokkun sjóðakerfisins var sú eðlilega ákvörðun tekin að ríkissjóður yrði að tryggja sömu reglur og rn. hafði sett, fyrst til áramóta og síðan til 16. febr., og er talið að þar muni vanta, þegar öll kurl eru komin til grafar, um 550 millj. kr.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði þessu máli vísað til sjútvn.