18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4522 í B-deild Alþingistíðinda. (4090)

283. mál, réttindi og skyldur stjórnmálaflokka

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur haft til athugunar þál. um rannsókn á fjármálum stjórnmálaflokkanna sem er 29. mál þessa þings og fyrsti flm. að er hv. þm. Ragnar Arnalds. Á þessu þingi og raunar held ég á fyrri þingum líka hafa komið fram frv. og þáltill. um starfsemi stjórnmálaflokkanna. Vil ég þar til nefna auk þeirra þáltill., sem ég gat um áðan, að hv. þm. Benedikt Gröndal hefur flutt ásamt fleirum frv. til l. um stjórnmálaflokka og hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur flutt frv. til l. sem m.a. lýtur að skattfrjálsum framlögum til stjórnmálaflokkanna. Þessi mál hafa öll verið til athugunar á þessu þingi og umr. í þingflokkunum og hefur þar verið unnið nokkurt starf til þess að fá samstöðu um vissar aðgerðir í þessum efnum. Niðurstaðan af þessum umr. í þingflokkunum og afleiðingar af þeim tillögu- og frv.- flutningi, sem ég gat um áðan, er sú till. til þál. á þskj. 787 sem öll allshn. Sþ. stendur að, en hún fjallar um n. til að semja frv. til l. um réttindi og skyldur stjórnmálaflokka. Frvgr. hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að kjósa 7 manna mþn. til að undirbúa frv. til l. um réttindi og skyldur stjórnmálaflokka. N. skal hraða störfum. Kostnaður greiðist ríkissjóði.“

Þar sem þáltill. þessi er flutt af n., tel ég óþarft að henni verði vísað til n. og legg því til að henni verði einungís vísað til síðari umr.