18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4524 í B-deild Alþingistíðinda. (4096)

139. mál, iðnaður í tengslum við framkvæmdaáætlun fyrir Norðurlandskjördæmi vestra

Jón Helgason:

Herra forseti. Allshn. Sþ. fékk til athugunar till. til þál. um sérstaka athugun á eflingu iðnaðar í tengslum við framkvæmdaáætlun fyrir Norðurl. v. N. athugaði efni þessarar till. og leitaði m.a. umsagnar áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Í áliti hennar kemur fram að þegar hefur verið hafist handa um áætlanagerð og athugun á þróunarmöguleikum iðnaðar í samræmi við ný viðhorf í orkumálum kjördæmisins. N. taldi því óþarft að samþykkja þessa þáltill. af þessari ástæðu sem að framan greinir, en vill í sjálfu sér tjá fylgi sitt við efni málsins með því að leggja til að þáltill. verði vísað til ríkisstj.