18.05.1976
Efri deild: 122. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4526 í B-deild Alþingistíðinda. (4109)

192. mál, jafnrétti kvenna og karla

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt frv. til l. um jafnstöðu kvenna og karla, eins og það hét upphaflega, og mælir með að það verði samþ. eins og það kom frá Nd. með breyt. sem tilgreindar eru á þskj. 915, en brtt. eru um það að fyrirsögn frv. orðist svo, að það heiti frv. til l. um jafnrétti kvenna og karla, og í öðru lagi að 1. gr. hljóði þannig að tilgangur laganna sé að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla.

Ég ætla ekki að hafa lengri framsögu fyrir þessu máli, en undir þetta álit n, skrifuðu allir nm. nema Jón G. Sólnes sem var fjarverandi.