18.05.1976
Efri deild: 123. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4528 í B-deild Alþingistíðinda. (4116)

267. mál, sala Reykhóla í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandasýslu

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Það er ekki hugmynd mín að spilla fyrir framgangi þessa máls. Mér er ljóst, að hér er um nokkra sérstöðu að ræða þar sem hugsanlegt er að þorp geti myndast um ákveðna atvinnugrein á næstu árum. En ég vildi ekki láta þetta mál afgreiðast úr þessari hv. d. án þess að taka fram þá persónulegu skoðun mína að ég er í grundvallaratriðum, nema sérstaklega standi á eins og hér, andvígur því að ríkisjarðir séu seldar í hendur væntanlegum bæjarfélögum og síðan sé beislið laust og hægt sé að ráðstafa þeim til einstaklinga þar á eftir. Þetta vildi ég að kæmí skýrt og klárt fram. Ég tel að slíkar jarðir eigi að vera í eigu ríkisins og það sé vandræðalaust að semja um það við bæjarfélögin í einstökum tilfellum þegar um sérstök not af þeim er að ræða.