18.05.1976
Efri deild: 123. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4529 í B-deild Alþingistíðinda. (4117)

267. mál, sala Reykhóla í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandasýslu

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Það er að vísu þarflaust að gera aths. við ræðu hv. 4. landsk. þm., en ég vil þó gera það til glöggvunar. Þessa atriðis, sem hann talaði hér um, hefur einmitt verið gætt við gerð þessa frv. Í fyrsta lagi eru þetta heimildarlög fyrir ríkisstj, og hún metur málíð. Í öðru lagi er ákvæðið í 1. gr. frv. svo hljóðandi: „Hreppsnefnd Reykhólahrepps er óheimilt að selja öðrum en ríkissjóði umrædda jörð eða hluta af henni.“