18.05.1976
Neðri deild: 117. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4549 í B-deild Alþingistíðinda. (4138)

257. mál, jarðalög

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi finnst mér nauðsynlegt að betri og rækilegri athugun hefði verið látin fara fram á frv. þessu heldur en hefur orðið hér í þessari hv. d. Í öðru lagi tel ég að frv. sé í ýmsum atriðum ábótavant og vísa ég í því sambandi sérstaklega til till. á þskj. 683 og 692 í Ed. Í þriðja lagi tel ég að ýmis atriði frv. orki tvímælis. En þrátt fyrir þetta eru það mikilvæg ákvæði í þessu frv., sem m.a. lúta að því að koma í veg fyrir jarðabrask og tryggja eðlilegar búskaparlegar nytjar bújarða, ákvæði sem eru í samræmi við stefnu þingflokks Alþfl. í þessum málum, eins og lýst hefur verið í þáltill. sem flutt hefur verið nokkrum sinnum hér á Alþ., að ég hlýt að segja já við öllum efnisatriðum þessa frv.