18.05.1976
Neðri deild: 118. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4561 í B-deild Alþingistíðinda. (4159)

251. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Á þskj 933 hef ég leyft mér að flytja brtt. við brtt. á þskj. 926 við frv. um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Brtt þessa flyt ég ásamt hv. 6. þm. Vesturl., hv. 2. landsk. þm, og hæstv, landbrh. Brtt. hljóðar svo:

„Við 1. d. F 1 orðist svo:

Utan línu, sem dregin er úr punkti í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur af Dritvíkurtanga, þaðan í punkt 12 sjómílur réttvísandi vestur frá Skálasnaga og þaðan í punkt í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum, er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt árið.“

Eins og kunnugt er gerði hv. Ed. allvíðtæka breytingu á þessu ákvæði eins og það var í frv. upphaflega, eins og sjá má á þskj. 885, efst á bls. S. En þar er sú lina, sem ég ræddi um, dregin úr punkti í 18 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Malarrifi í punkt í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjargtöngum o.s.frv. Mörgum þótti, þegar þessi till. hafði verið samþ. í Ed., að fulllangt væri gengið. Að vísu eru um það skiptar skoðanir. En vegna þess að flm. þeirrar brtt., sem ég nú lýsti, vilja reyna að leysa þetta mál með friðsamlegu máti og okkur er nauðsyn að gera það, ráða fram úr því án stórdeilna og átaka, þá höfum við mótað þessa brtt. sem gengur mun skemur heldur en brtt. sú sem samþ. var í hv. Ed. Ég vænti þess að hv. þm. Nd. virði þetta sjónarmið. Við teljum nauðsynlegt að auka friðun á þessu svæði, eins og oft hefur komið fram bæði af máli mínu og annarra sem að þessari till. standa, m. a. við umr. sem urðu hér á hv. Alþ., mig minnir að það hafi verið í des, 1973. Við berum þessa brtt. á þskj. 933 fram sem sáttatill. og málamiðlunar til þess að leysa það viðkvæma vandamál sem þarna er um að ræða og væntum þess að við fáum stuðning meiri hl. dm.