18.05.1976
Sameinað þing: 93. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4598 í B-deild Alþingistíðinda. (4199)

278. mál, bráðabirgðavegáætlun 1976

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Það var aðeins örstutt ræða sem ég ætlaði að halda til að fylgja úr hlaði þessari litlu brtt. minni, en ég fékk raunar í ræðu hæstv. ráðh. tvö tilefni til þess að standa hér upp. Hann nefndi tvö atriði sem voru í sjálfu sér alveg eðlileg. Annað er formsatriði. Ég hafði raunar komið auga á að það þskj., sem hér var útbýtt í kvöld með till. frá mér, var formleka ekki rétt, þetta var alveg rétt ábending hjá hæstv. ráðh., og ég hafði beðið skrifstofuna að forma leiðréttingu fyrir mig þannig að ég gæti lagt það hér fram. Ég bið hæstv. forseta að meta það hvort muni vera réttara að láta prenta upp þskj. með þeirri leiðréttingu eða honum sýnist réttara að ég dragi til baka till. þá sem hér var útbýtt í kvöld. Það gildir mig einu, einungis að till. verði rétt upp borin. En rétt hljóðar hún svona, með leyfi hæstv. forseta:

„a. Við 2. tölul. 1.2.1. Almenn lánsfjáröflun. Fyrir „1350“ kemur: 960.

b. Við 3. tölul. sundurliðun 2.3.1. Hraðbrautir. 1. Vesturlandsvegur 05 Um Borgarfjörð. Liðurinn fellur niður.“

Í þessu formi er till. rétt og eins og hún var upphaflega hugsuð.

Tilgangurinn með flutningi þessarar till. er alls ekki að koma við skapið í hæstv. samgrh. Honum hefur e.t.v. fundist eða hann talið að ég hefði ástæðu til einhvers slíks. Ég hef þegar deilt við hæstv. ráðh. í sambandi við annað mál. Ég hef ekki minnstu tilhneigingu til að láta áhyggjur mínar af því máli bitna á nokkurn hátt á hæstv. ráðh.

Ég vil skýra það að það er langt síðan ég tók þá ákvörðun að bera fram brtt. við vegáætlun henni til lækkunar ef slík till. kæmi ekki fram frá n. eða þá hún væri komin fram frá öðrum þm. á undan. Það er öllum hv. þm. ljóst að það verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að draga úr útgjöldum ríkisins, ef ekki úr þeim útgjöldum sem þegar er gert ráð fyrir af fé ríkisins, þá að draga úr því lánsfé sem ríkið fær til ráðstöfunar. Allar slíkar till., ef samþ. verða, eru til þess fallnar að draga úr þenslu.

Þegar við þm. höfum rætt um það við okkar ráðh. að okkur þætti ekki nægilega mikillar samhaldssemi gæta í sambandi við ráðstöfun fjármuna ríkisins eða við lánsfjártökur, þá hefur okkur verið bent á það að Alþ. ráðstafaði miklum fjármunum í sambandi við vegáætlun, þessu réði Alþ. og það væri rétt að þm. legðu þá til lækkun á þeirri áætlun ef þeir vildu sýna fram á að þeir meintu það sem þeir segðu, að dregið væri úr þenslunni. Þegar ég hef farið yfir þessa vegáætlun, þá sýnist mér að þessi líður komi helst til greina til þess að lækka áætlunina með einföldum hætti. Með þessu á ég alls ekki við að ég telji ekki æskilegt að byggð verði brú yfir Borgarfjörð. Mér er alveg ljóst að það getur verið að því mikið hagræði. Það er ekki til að ergja hæstv. samgrh. sem ég flyt þessa till., heldur til þess að draga úr útgjöldum sem mér finnst vera ákveðin á röngum tíma. Eins og fjárhagsástand íslensku þjóðarinnar er í dag, er tíminn til þessarar framkvæmdar ekki rétt valinn að mínu mati. Þess vegna legg ég til að á vegáætlun fyrir árið í ár verði liður þessi felldur niður, og ég bið hv. þdm. að skilja það að með þessu er tilraun gerð til að draga úr þeim gífurlegu útgjöldum, sem við höfum, og draga úr því að sífellt séu tekin lán til fleiri og fleiri framkvæmda. Þetta verður að mínu mati að bíða.

Að því er varðar röskun hlutfalla á milli kjördæma, þá get ég sem þm. ekki tekið þá röksemd gilda. Ef sú röksemd hæstv. ráðh. er rétt, þá er þm. ekki leyfilegt að bera fram brtt. við vegáætlun. Ég tel það tvímælalausan þm.- rétt að flytja brtt. við þetta mál eins og önnur sem hér eru fram borin, og það verður að vera mál þeirra sem um það fjalla að öðru leyti hvernig hlutfall er þar á milli kjördæma. Ég hef ekki verið spurð um það sem þm. Reykv. hvernig reykvíkingar koma inn í þennan hlutfallareikning. Ég hef ekki orðið vör við það að hæstv. samgrh. kallaði þm. Reykv. á fund út af þessu máli. Ég veit hins vegar að haldnir hafa verið fundir með þm. annarra kjördæma. Ég get þess vegna engrar afsökunar beðíð á því þó að ég sem þm. Reykv. og sem þm, sem vill gjarnan hjálpa til þess að draga eitthvað úr ofþenslu í fjármálapólitík ríkisins, — ég get engrar afsökunar beðist þá á þessari till. Ég get einungís vænst þess að hv. þm. styðji þessa till. Ég vil biðja hæstv. forseta að taka till. og meta hvort þskj. á að prenta upp eða hvort á að bera þetta upp sem skrifl. brtt.