18.05.1976
Sameinað þing: 93. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4606 í B-deild Alþingistíðinda. (4211)

178. mál, veiting prestakalla

Gunnlaugur Finnsson:

Herra forseti. Ég vil segja það fyrst að ég kem hér aðeins til þess að gera aths. Ég hafði alls ekki hugsað mér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, að ræða efnislega það sem hefur verið talað um að lægi á bak við þessa þáltill. En ég vildi leggja áherslu á það, að ég vil að þessi þáltill. komi til atkv. í þinginu. Fyrir páska má segja að málið væri útrætt, og andstæðingar þáltill. fóru þá fram á það við hæstv. forseta að hann lokaði ekki umr. Það kom í ljós að tilgangurinn var að leggja fram brtt. Síðan hefur málið ekki komið fyrir hér í Sþ. og nú er með síðustu orðum hv. 5. þm. Vestf. enn farið fram á það að umr. verði frestað, að sjálfsögðu í þeim tilgangi að málið komi ekki til atkvgr. Ég verð að segja það, að ég held að það hljóti að vera alveg einstakt hvílíkt ofurkapp er á það lagt að Alþ. fái ekki að kjósa n. í mál sem hefur verið í mörg ár til umr. og vita hvort slík n. kæmist að einhverri niðurstöðu. Allir eiga eftir að taka afstöðu til þess nál. sem kemur væntanlega frá þeirri n. og þá er tími til að taka efnislega afstöðu.

Ég ítreka það að mig undrar alveg sérstaklega það ofurkapp sem hefur verið lagt á það að ekki mætti skoða þetta mál. Og brtt., um hvað fjallar hún? Er hún venjuleg? Ekki að mínu mati. Hún fjallar um bað að þrengja mjög starfssvið n. Ég held að ef hún verði samþ., þá komi það til með að verða matsatriði hvort hægt er að samþykkja breytingu á gildandi lögum um veitingu prestakalla sem þeir talsmenn vilja gera sem vilja viðhalda prestkosningum. Ég veit ekki hvort hv. flm. er þetta ljóst. Ég veit það svei mér ekki. En þegar Kirkjuþing afgreiddi síðast sínar till., þá voru þessir menn með brtt. við lögin líka, og þessar brtt. hljóðuðu um að bað væri heimilt að kalla prest. Ég veit ekki nema það verði að mati n. talið brjóta í bága við verksvið n., ef brtt. verður samþ., að taka upp slík ákvæði í lög. En þessi er skoðun þeirra sem hafa verið harðastir í því að viðhalda kosningafyrirkomulaginu. Ég held þess vegna að það sé miklu eðlilegra að hafa n. opna til starfa, eins og venja er, heldur en að þrengja það svið eins og gert er.

Ég ætla ekki að tefja þennan næturfund með því að fara að lesa þeirra till. hér frá orði til orðs, þó að það sé ekki nema eitt blað. Þessari aths. vildi ég koma á framfæri og vil leggja áherslu á það; að ég vil, miðað við efnismeðferð málsins frá upphafi, að það komi fram hvort Alþ. vill kjósa slíka n. eða ekki til þess að taka á þessum málum, bað verði þá staðfest svart á hvítu að Alþ. er ekki til viðræðu um þessi mál ef þessi þáltill. verður felld.