18.05.1976
Sameinað þing: 93. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4607 í B-deild Alþingistíðinda. (4212)

178. mál, veiting prestakalla

Jón Helgason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að lengja umr. hér — með því að ræða þetta mál, en vildi aðeins vegna þeirra ásakana, sem síðasti ræðumaður, hv. 4. þm. Vestf., bar á hæstv. forseta, að hann hefði ekki tekið málið á dagskrá, láta það koma fram að málið var á dagskrá á fundinum í dag, en fyrir eindregin tilmæli hv. 4. þm. Vestf, var það ekki látið koma þá til umr, og umr. lokið, vegna þess að hann gat ekki verið viðstaddur. Það er sem sagt ekki sök hæstv. forseta, heldur samkv. beiðni hv. 4. þm. Vestf. að umr. um þetta mál var ekki lokið — í gær, má nú segja.