19.05.1976
Sameinað þing: 94. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4609 í B-deild Alþingistíðinda. (4224)

278. mál, bráðabirgðavegáætlun 1976

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Það eru mörg stórvirki fram undan í vegamálum og mun ekki af veita að hafa a.m.k. eitt í gangi jafnan. Hvítárbrú er senn fimmtug og var byggð þegar enn voru smábílar einir á íslenskum vegum miðað við það sem að er. Ég trúi að það sé viturlegra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í og segi nei.