15.10.1975
Neðri deild: 6. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

6. mál, skipulagslög

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Sú n., sem undirbjó frv. til byggingarlaga, samdi einnig það frv. sem hér liggur fyrir um breyt. á skipulagslögum. Það er bein afleiðing og í nánu samhengi við byggingarlagafrv. og felur í sér þá breytingu aðallega að gildissvið skipulagslaga verði rýmkað og nái til alls landsins, þannig að allar byggingar og önnur mannvirki, hvar sem er á landinu, skuli byggð í samræmi við áður gerðan skipulagsuppdrátt, sem samþykktur hefur verið af sveitarstjórn og skipulagsstjórn, eins og segir í grg. þessa frv.

Ég vil leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og félmn.