28.11.1975
Sameinað þing: 26. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

80. mál, samkomulag við Sambandslýðveldið Þýskaland um veiðar þýskra togara

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég tel það samkomulag, sem hér liggur fyrir, hafa marga ókosti, m. a. veiðisvæði og aflamagn. Samkomulagið hefur einnig ýmsa kosti, m. a. að frysti- og verksmiðjutogarar fá ekki að veiða við Ísland. Með sérstöku tilliti til þeirrar staðreyndar, að breska heimsveldið hefur með ósvífnum hætti sent herskip inn í okkar landhelgi, tel ég að við þurfum að tryggja allt það afl og mátt sem við eigum til að koma í veg fyrir veiðar breta á Íslandsmiðum. Ég segi því já.