02.12.1975
Sameinað þing: 27. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (553)

296. mál, Bessastaðaárvirkjun

Tómas Árnason:

Herra forseti. Í sambandi við þessa fsp. langar mig aðeins til þess að koma inn á einn þátt þessa máls, a. m. k. óbeinan, þ. e. a. s. þál. sem samþ. var hér á Alþ. í fyrravetur um rannsókn á Fljótsdalsvirkjun. Það var samþ. sérstök þáltill. Það var gert ráð fyrir því í áætlunum sem lágu henni til grundvallar að það mundi taka um 3 ár a. m. k. að gera þessa rannsókn og hún mundi kosta 250–300 millj. kr. Mig hefði aðeins langað til þess að spyrja hæstv. iðnrh., en ætlast ekki til þess að hann svari því nauðsynlega núna, nema hann hafi upplýsingar á takteinum, hvort þær rannsóknir og sá kostnaður, sem þegar er fallinn vegna rannsókna á Bessastaðaárvirkjun, mundi koma að einhverju leyti að gagni í sambandi við framkvæmd þeirrar þál. sem ég minntist hér á um rannsókn á Fljótsdalsvirkjun.