03.12.1975
Neðri deild: 20. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 990 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

57. mál, eignarnámsheimild Ness í Norðfirði

Frsm. (Ólafur G. Einarsson) :

Herra forseti. Félmn. hefur athugað frv. og er sammála um að mæla með samþykkt þess, eins og fram kemur á þskj. 89. Á þskj. 95 flytur félmn. brtt. við 2. gr. frv., þar sem í upphaflega frv. var vísað til laga sem felld hafa verið úr gildi, þ. e. eldri laga um framkvæmd eignarnáms.

Það er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þetta mál. Það á sér mörg fordæmi. Bæjarstjórn Neskaupsstaðar telur það hagsmunamál bæjarins að fá full og óskoruð umráð yfir landinn, en bærinn á nú yfir 91% af þeim jörðum og hjáleigum sem frv. fjallar um og kaupstaðurinn er allur byggður á þessu landi. Eins og fram kemur í grg. með frv. hafa samningaumleitanir við þá einstaklinga, sem hinn hlutann eiga, ekki borið árangur og þess vegna er þessarar heimildar leitað. Nm. eru sammála um að bæjarstjórnin fái umbeðna eignarnámsheimild og mæla því með samþykkt frv. svo og að brtt. n. verði samþykkt.