04.12.1975
Neðri deild: 22. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

88. mál, veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni

Frsm. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Allshn. hefur skoðað frv. Það er flutt í framhaldi af því samkomulagi sem gert var milli Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um veiðar þýskra togara innan fiskveiðilandhelginnar. Frv. felur það í sér að inn í lög um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót sé fellt ákvæði til bráðabirgða þar sem kveðið sé á um að dómsmrh. sé falið að taka ákvörðun um viðurlög við brotum sem þýskir togarar hugsanlega kunna að hafa í frammi innan fiskveiðilandhelginnar.

Veiðar af hálfu þýskra veiðiskipa, sem fara í bága við ákvæði samkomulagsins, varða þeim viðurlögum að þau skip verði felld niður af skránni sem með samkomulaginu fylgir, og missi þar með rétt til að stunda veiðar samkv. samkomulaginu. Það þykir nauðsynlegt að kveða skýrt á um það í íslenskum 1ögum að svipting leyfis sé falin dómsmrn. þegar það hefur fengið í hendur málsgögn frá Landhelgisgæslunni.

N. hefur athugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess. Hv. þm. Svava Jakobsdóttir skrifar undir með fyrirvara. Fjarverandi afgreiðslu málsins var hv. þm. Sighvatur Björgvinsson.