20.10.1975
Sameinað þing: 4. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 15. okt. 1975.

Magnús T. Ólafsson, 3. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að varamaður minn, Ólafur Ragnar Grímsson prófessor, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur áður setið á Alþ. og kjörbréf hans verið rannsakað og þarf því ekki að athuga það og býð ég hann velkominn til starfa á Alþingi.

Þá er annað bréf :

„Reykjavík, 16. okt. 1976.

Sverrir Hermannsson, 3. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Pétur Blöndal vélsmíðameistari, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Pétur Blöndal hefur áður setið á Alþ. og rannsókn á kjörbréfi hans hefur því fram farið. Býð ég hann velkominn til starfa á Alþingi.

Þá er þriðja bréfið:

„Reykjavík, 17. okt. 1975.

Þorv. Garðar Kristjánsson, ritari þingflokks sjálfstæðismanna, hefur í dag ritað mér á þessa leið :

„Samkvæmt beiðni Jóns G. Sólnes, 2. þm. Norðurl. e., sem nú er í förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður hans, Halldór Blöndal kennari, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

forseti Ed.

Halldór Blöndal hefur áður setið á Alþ. og kjörbréf hans verið rannsakað og býð ég hann velkominn til starfa.

Þá er fjórða bréfið:

„Reykjavík, 15. okt. 1975.

Garðar Sigurðsson, 5. þm. Suðurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu víkur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi, Sigurður Björgvinsson bóndi, sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Bréf er einnig frá Þór Vigfússyni:

„Reykjavík, 15. okt. 1975.

Til Alþingis.

Starfs míns vegna sé ég mér ekki fært að taka sæti Garðars Sigurðssonar, 5. þm. Suðurl., á hæstv. Alþ., en hann er á förum til útlanda í opinberum erindum.

Með virðingu,

Þór Vigfússon.“

Kjörbréf Sigurðar Björgvinssonar liggur hér fyrir og vil ég mælast til þess við kjörbréfanefnd, að hún rannsaki kjörbréfið og verður gefið 5 mín. hlé til starfa fyrir kjörbréfanefnd. — [Fundarhlé.]