10.12.1975
Efri deild: 21. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (710)

95. mál, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason) :

Herra forseti. Ég get að mestu leyti vísað til þess sem ég sagði áðan þegar ég fylgdi frv. um bátaábyrgðarfélög úr hlaði. Þetta frv. er samið af sömu n. og samdi það frv., og það eru tiltölulega veigalitlar breyt. sem eru gerðar á lögunum um Samábyrgðina. Það er fyrst og fremst í samræmi við lög um vátryggingarstarfsemi, sem síðar voru samþ., að undanteknu því að boða til aukafulltrúafundar bátaábyrgðarfélaganna ef þrjú eða fleiri bátaábyrgðarfélög óska þess, en nú er í gildandi lögum, að mig minnir, að það sé skylt að halda þessa fundi annað hvort ár. Að öðru leyti eru þessar breyt. í fullu samræmi við þær breyt. sem lagðar eru til á frv. um bátaábyrgðarfélög.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til heilbr.- og trn.