10.12.1975
Neðri deild: 26. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1053 í B-deild Alþingistíðinda. (723)

53. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Svava Jakobsdóttir:

Herra forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs fyrst og fremst til að harma það, að hæstv. félmrh. skuli ekki vera hér viðstaddur til þess að gera grein fyrir þessu máli. Það er eitt atriði sem ég hefði viljað spyrja hann um. Ég vil því spyrja hæstv. forseta hvort það sé nokkur von til þess að hæstv. ráðherra verði viðstaddur síðar á þessum fundi og máli þessu verði þá frestað í bili og tekið fyrir seinna — eða ef hæstv. félmrh. er í húsinu hvort hægt er að fá hann hingað inn í salinn.