11.12.1975
Efri deild: 23. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

106. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Jón Helgason) :

Herra forseti. Félmn. hefur athugað frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðismálastofnun ríkisins, nr. 30/1970. Í frv. felst sú breyting að þóknun til húsnæðismálastjórnar og laun framkvæmdastjórans greiðist úr Byggingarsjóði ríkisins í stað þess að hingað til hefur þetta verið greitt beint úr ríkissjóði. Það mun vera venja yfirleitt um slíkar stofnanir að þóknun til stjórnar og laun framkvæmdastjóra eru greidd af viðkomandi stofnun eins og annar rekstrarkostnaður, þannig að segja má að þarna sé verið að færa þetta til samræmis við það sem gerist annars staðar.

N. mælir með að þessi breyting verði samþ. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Steingrímur Hermannsson, en aðrir nm. skrifa undir nál. Helgi Seljan, hv. 7. landsk. þm., skrifar undir með fyrirvara.