11.12.1975
Efri deild: 23. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

61. mál, kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi

Frsm. (Axel Jónsson) :

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa um þetta langt mál. Ég vísa til þeirrar framsögu sem nýlega var flutt fyrir því máli sem við vorum að afgreiða hér fyrr á fundinum um kaupstaðarréttindi til handa Njarðvíkurhreppi, sömu rök giltu fyrir þetta sveitarfélag. Þá vísa ég og til grg. sem fylgir frv.

Málið hefur verið afgr. í hv. Nd. Félmn. þessarar hv. d. hefur tekið málið til meðferðar, eins og fram kemur á þskj. 146. Leggur n. til að það verði samþ. óbreytt, en fjarstaddur afgreiðslu málsins var Steingrímur Hermannsson.