17.12.1975
Efri deild: 31. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (959)

107. mál, snjóflóð á Norðfirði og fjáröflun til Viðlagasjóðs

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið frv. til l. um breyt. á l. nr. 5 frá 28. febr. 1975, um ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði og fjáröflun til Viðlagasjóðs, til athugunar. Nefndin hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt frv. Jón Árm. Héðinsson tekur fram, að hann gerir ráð fyrir því að sömu reglur gildi um bótagreiðslur í Neskaupstað og gilt hafa í Vestmannaeyjum. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Axel Jónsson og Jón G. Sólnes.

Við viljum á sama hátt og áður hefur komið fram, bæði hjá hæstv. forsrh., sem hefur gert ítarlega grein fyrir þessu máli og ég sé ekki ástæðu til þess að gera það frekar, og hjá fjh- og viðskn. Nd., leggja áherslu á að það verði staðið við allar skuldbindingar stjórnvalda um aðstoð og fyrirgreiðslu vegna eldgossins í Vestmannaeyjum og snjóflóðanna í Neskaupstað. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.