17.12.1975
Efri deild: 33. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

121. mál, almannatryggingar

Frsm. 1. minni hl. (Helgi F. Seljan) :

Herra forseti. Við 2. umr. var, eins og mönnum mun í fersku minni, felld brtt. frá okkur hv. þm. Geir Gunnarssyni um það, að við töluliði 1, 2 og 3 í 1. gr. bætist, að þeir, sem njóti tekjutryggingar almannatryggingar, séu undanskildir þeim gjöldum sem þar um ræðir. Við viljum gera aðra tilraun og ég legg hér fram skriflega brtt. við 1. gr. frv., svo hljóðandi, að við tölulið 1, 2 og 3 bætist:

„Þeir, sem njóta tekjutryggingar hjá almannatryggingum, greiði þó aðeins hálft gjald.“