18.12.1976
Neðri deild: 30. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

99. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. 1. minni hl. (Lúðvík Jósepsson) :

Herra forseti. Á þskj. 183 hef ég gert grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Ég er mótfallinn þessu frv. og legg til að það verði fellt. Ég hafði rætt nokkuð um þetta mál við 1. umr. og gert þá frekari grein fyrir afstöðu minni til málsins.

Ég tel að þetta tímabundna vörugjald sé þess eðlis að það sé í rauninni ekki hægt að framlengja það eins og gert hefur verið. Ef talið er óhjákvæmilegt að halda við þessum tekjustofni eða ígildi hans, tel ég alveg óhjákvæmilegt að leggja gjaldið á með öðrum hætti en hefur verið gert. Í þessu sambandi hef ég bent á það einnig, og kemur það fram í nál. mínu, að hér er á ferðinni sá ljóti siður af hálfu ríkisvaldsins að halda í sífellu í alla tekjustofna sem einu sinni hefur verið gripið til. þó að það hafi verið gripið til þeirra sem algjörra neyðarráðstafana eða bráðabirgðagjaldtöku. Þessi gjaldstofn er þannig, að upphaflega var ekki ætlað að hann stæði nema í 51/2 mánuð eða svo, en nú er komið að því að hann standi í 21/2 ár. Og af gamalli reynslu tel ég að allt stefni á það að þetta sé að verða fastur tekjustofn, menn komist ekki út úr þessum vanda, og því kominn tími til að endurskoða álagningarreglurnar.

Ég hef svo ekki fleiri orð um það, en afstaða mín er sú, að ég legg til að frv. verði fellt.