20.12.1976
Neðri deild: 35. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

119. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur nú um nokkurt skeið haft þetta viðamikla mál til meðferðar á fundum sínum. N. beggja d. héldu allmarga sameiginlega fundi og á þá fundi n. komu starfsmenn fjmrn. og veittu þar ýmsar upplýsingar. Álit meiri hl. n. er á þskj. 247, hv. þm. Lúðvík Jósepsson mun gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins við þessa umr. og hv. þm. Gylfi Þ. Gíslason hefur gefið út sérstakt nál., en tekur fram að hann styður málið.

Þótt hér sé vissulega um viðamikið mál að ræða, þá ætla ég ekki að gera það hér frekar að umræðuefni, en lýsi hér því áliti meiri hl. að hann leggur til að frv. verði samþykkt.