20.12.1976
Neðri deild: 35. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1478 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Magnús T. Ólafsson) :

Borist hefur svolátandi bréf:

„Reykjavík, 20. des. 1976.

Með því að Pétur Sigurðsson, 8. þm. Reykv., er nú erlendis, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varmaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Geirþrúður Hildur Bernhöft félagsmálafulltrúi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst. Þorv. Garðar Kristjánsson.

Til forseta neðri deildar.“

Frú Geirþrúður Bernhöft hefur áður skipað þingbekk á þessu kjörtíma bili svo að ekki gerist þörf að rannsaka kjörbréf hennar. Býð ég hana velkomna til starfa.