20.12.1976
Sameinað þing: 36. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1539 í B-deild Alþingistíðinda. (1182)

1. mál, fjárlög 1977

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég tala hér fyrir till. um skiptingu heiðurslauna 12 listamanna. við flutningi þessarar till. standa þeir þm. sem eiga sæti í menntmn. beggja þd., alls 14. Eins og menn vita hefur sú regla komist á hin síðari ár að menntmn.-menn beggja þd. geri till. um hvaða menn skuli skipa heiðurslaunaflokk listamanna. Að þessu sinni má segja að till. n. sé formlegs eðlis, því að breytingar geta engar orðið á núverandi skipan þar sem enginn hefur horfið úr þessum hópi heiðurslaunamanna. N. leggur því til að sömu menn hljóti heiðurslaun 1977 og 1976.

Þó að menntmn.-menn standi allir að þessari till., þá þykir mér rétt að taka fram að sumir nm. höfðu fyrirvara um vissar tilnefningar á sinni tíð og viðhalda enn þessum fyrirvara sínum. Hins vegar hefur sú hefð komist á, að listamenn, sem komast einu sinni í heiðurslaunaflokk, haldi sæti sínu til æviloka. Eru allir menntmn: menn sammála um að þessa hefð beri að virða.

Flm. till. leggja til að heiðurslaunin verði 500 þús. kr til hvers listamanns á árinu 1977. Hér er um allmikla hækkun að ræða frá því sem ákveðið var á fjárl. þessa árs, en þá voru heiðurslaunin 350 þús. kr.