21.12.1976
Neðri deild: 37. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Virðulegi forseti. 8. dagskrárliður er frv. um tekjuskatt eða eignarskatt. Ég vil leyfa mér að óska eftir því að frv verði tekið út af dagskrá. Við erum komin að lokum þings fyrir jólaleyfi og því ekki möguleiki á því að hefja umr. um þetta frv. hér. En ég vil þó leyfa mér að óska eftir við fjh.- og viðskn. þingsins að þær taki þetta mál til meðferðar og vinni að því í jólaleyfi og það geti þess vegna fengið skjótari fyrirgreiðslu og framgang þegar þing kemur saman að loknu jólaleyfi.