08.02.1977
Sameinað þing: 48. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (1486)

155. mál, fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að þakka hv. utanrmn. fyrir skjóta afgreiðslu á þessari till. og fagna þeirri samstöðu sem hér er á Alþ. fyrir þeirri ákvörðun að leyfa færeyingum loðnuveiðar á Íslandsmiðum, 25 þús. tonn, gegn því að við fáum, ef við óskum, að veiða kolmunna í landhelgi þeirra að sama magni til.

Ég sem sagt fagna því að till. hefur fengið fljóta og góða og jákvæða afgreiðslu.