16.02.1977
Efri deild: 43. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í B-deild Alþingistíðinda. (1576)

116. mál, viðbótarsamningur milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur tekið til meðferðar frv. til laga um heimild fyrir ríkisstj. til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarsamning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum. N. leggur til, að frv. verði samþ. Fjarverandi afgreiðslu málsins veru Ragnar Arnalds og Axel Jónsson.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja þetta mál í einstökum atriðum. Það er gerð nákvæm grein fyrir því í grg. með frv. Það er í gildi samningur í skattamálum milli Norðurlandanna frá árinu 1972. Hér er því fyrst og fremst um endurnýjun og endurbætur á þeim samningi að ræða í þeim tilgangi að auðvelda skatteftirlit og samstarf á milli þjóðanna.