22.02.1977
Sameinað þing: 54. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2206 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

152. mál, samstarf við grannþjóðir um sjávarútvegsmál

Eyjólfur K. Jónsson:

Ég skal ekki , herra forseti, lengja þessar umr., aðeins vekja athygli á því, að hv. þm. sem síðast talaði hér, var kunnugt um að það hafi ekki verið um að ræða óheiðarleika af neinu tagi af hálfu fiskimálastjóra, Más Elíssonar, heldur að Má Elíssyni höfðu orðið á einhver mistök. Honum var kunnugt um það þegar hann brigslaði honum um óheiðarleika, dylgjaði um óheiðarleika hans. Hann hafði sjálfur við hann talað og Már hafði þar játað það, eftir hans upplýsingum, að sér hefðu orðið á mistök. Þó leyfir hv. þm. sér í fjarvist Más Elíssonar, án þess að upplýsa samtalið við hann, að halda hér fram óheiðarleika Más. Það sannar hans eigin óheiðarleika.