23.02.1977
Neðri deild: 52. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2254 í B-deild Alþingistíðinda. (1665)

145. mál, framlag Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég held að ég hafi náð þessum spurningum hv. þm. Benedikts Gröndals á blað hjá mér, og ég mun kjósa að mega svara þeim siðar, þegar málið verður tekið til 2. umr., af því að ég hef ekki þær tölur í huga sem hér þyrftu að koma fram. Ég vil þó strax segja það, að ég held að blaðafregnir, sem kunna að hafa komist á kreik, hvernig sem á þeim stendur, um að Alþjóðabankinn hafi ákveðið að lána ekki meira til Íslands, séu úr lausu lofti gripnar. Að öðru leyti skal ég með ánægju afla upplýsinga um þetta og vera við því búinn að svara því við 2. umr.