01.03.1977
Sameinað þing: 57. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2354 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

260. mál, Síldarverksmiðjur ríkisins

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Mig langaði aðeins til að skjóta inn í einu atriði í sambandi við þessar umr. Það er auðheyrt að þm. frá ýmsum stöðum á landinu hafa áhuga á því að byggðar séu verksmiðjur hér og þar. En má ekki í leiðinni, þegar n. fer að athuga þessi mál, athuga hvort ekki henti að við látum smíða bræðsluskip. Við höfum góða reynslu af því að fá leigt skipið Norglobal, ég held tvisvar sinnum, og ég skýt þessu aðeins inn, að þetta verði athugað í leiðinni. Fleira hef ég ekki um það að segja.