01.03.1977
Sameinað þing: 57. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2369 í B-deild Alþingistíðinda. (1755)

261. mál, rannsóknir á mengun í álverinu í Straumsvík

Jóhann Hafatein:

Herra forseti. Ég þarf ekki að tala um gáfnafar eða glópsku við hv. þm. Jónas Árnason, tel það ekki koma þessum umr. við. En ég vil leyfa mér aðeins að lesa hér upp 13. gr. úr aðalsamningnum við Alusuisse sem inniheldur reglur um öryggi, heilbrigði og hreinlæti og hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Að tilskildum ákvæðum 12. gr. skal ÍSAL byggja, útbúa og reka bræðsluna og halda henni við í samræmi við núgildandi og síðari lög og reglur á Íslandi varðandi öryggi í atvinnurekstri, heilbrigði og hreinlæti, og skal í þessum efnum vera háð eftirliti opinberra stofnana, sem ábyrgð bera á framkvæmd á slíkum reglum.

Það er þess vegna alveg rétt, sem hér hefur fram komið, að við höfum þessi mál algerlega í okkar höndum og við eigum að vera strangir á þessum reglum.