07.03.1977
Neðri deild: 55. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2422 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 4. mars 1977.

Skv. beiðni Lárusar Jónssonar, 4. þm. Norðurl. e., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Halldór Blöndal kennari, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Halldór Blöndal hefur áður setið á þingi á kjörtímabilinu og mun taka sæti hér í deildinni.