08.03.1977
Sameinað þing: 60. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2461 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

171. mál, tenging byggðalínu við orkuveitukerfi Skagafjarðar

Fyrirspyrjandi (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. iðnrh. fyrir svör hans. Það leynir sér ekki að áætlanir um byggingu þessarar spennistöðvar hafa farið meira en lítið úrskeiðis, því að sjálfsögðu hefði verið eðlilegast að þessi stöð hefði verið byggð um leið og hefði verið tilbúin til notkunar um leið og byggðalinan var tekin í notkun. Ráðh. hefur hins vegar upplýst að þessi spennistöð verði ekki byggð á árinu 1977 og aðeins séu á fjárl. 14 millj. ætlaðar til þessa verkefnis af því fé sem Rafmagnsveitur ríkisins fá í sinn hlut á fjárl. Við verðum því að vona að þessi óeðlilegi dráttur, sem orðið hefur á tengingu orkuveitusvæðis Skagafjarðar beint við byggðalínu komi sér ekki mjög illa. Það ræðst að sjálfsögðu fyrst og fremst af veðrum og vindum á næsta 11/2 ári. Verðum við að vona það besta, en ekki er hægt að komast hjá því að áfellast það að þessi mikli dráttur skuli hafa átt sér stað.