27.10.1976
Efri deild: 6. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

37. mál, tollskrá

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að leggja hér fram svo hljóðandi brtt. við 1. gr. þessa frv. til laga:

„Landssíma Íslands verði falið að lána endurgjaldslaust talstöðvar í bifreiðar fatlaðs fólks, sem er lamað eða bæklað til gangs. að fenginni umsögn tryggingaráðs og Tryggingastofnunar ríkisins. Þá verði Landssímanum einnig falið endurgjaldslaust viðhald umræddra tækja.“