27.10.1976
Efri deild: 6. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (191)

38. mál, fjarskipti

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Í framhaldi af meðferð þeirrar skriflegu till. sem ég lagði fram í því máli sem var til umr. til hliðrunar fyrir fatlaða og lamaða, þá lýsti forseti því, að það væri röng málsmeðferð að leggja fram skrifl. brtt. við 1. umr. En ég sé það ekki í þingsköpum að svo sé, og upplýsingar þær, sem skrifstofustjóri Alþingis gaf mér nú rétt í þessu, voru að það væri heimilt að leggja fram skrifl. brtt. og hún yrði að sjálfsögðu tekin til greina. en ekki rædd fyrr en við 2. umr. Hann tilkynnti mér líka að forseti mundi lýsa till. sem rétt fram borinni áður en þessum fundi yrði slitið, en mér skilst á forseta nú að hann ætli að slita fundi án þess að lýsa minni till. Því óska ég eftir að hann geri það.