27.10.1976
Efri deild: 6. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (192)

38. mál, fjarskipti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það gilda mismunandi reglur um brtt. við 1. umr. eftir því hvort um er að ræða þáltill. eða frv. Þegar um þáltill. er að ræða, þá má bera fram brtt. við báðar umr. og ræða við báðar umr. Þegar um frv. er að ræða, þá er ekki gert ráð fyrir því samkv. 20. gr, þingskapa að brtt. séu ræddar við 1. umr., en hins vegar gert ráð fyrir að þær séu ræddar við 2. umr. Með því að það er ekki gert ráð fyrir að ræða brtt. við 1. umr., leitaði ég ekki afbrigða um brtt. hv. 12. þm. Reykv. sem hann gat um, vegna þess að hún gat ekki komið til umr. sérstaklega. Því var ekki leitað afbrigða. Sjálfur hafði hann lýst till. og lesíð hana upp, og þess vegna liggur það fyrir að till. er fram komin. Ég benti hins vegar á að það væri rétt að leggja till. fram á skrifstofu þingsins svo að hún yrði prentuð, og það hefði alla vega verið gert. Það má hins vegar segja að það hefði ekki skaðað og verið jafnrétt af hálfu forseta að lesa upp till. þó að hún væri ekki tekin á dagskrá, og lýsa henni þannig úr forsetastóli, og ég mun gera það nú ef mönnum þykir það bæta eitthvað úr þeirri afgreiðslu sem hefur þegar fram faríð. Till. hljóðar svo:

„Landssíma Íslands verði falið að lána endurgjaldslaust talsstöðvar í bifreiðar fatlaðs fólks, sem er lamað eða bæklað til gangs, að fenginni umsögn tryggingaráðs og Tryggingastofnunar ríkisins. Þá verði Landssímanum einnig falið endurgjaldslaust viðhald umræddra tækja.“

Vænti ég þá, að öllu réttlæti sé fylgt í þessu máli.