28.10.1976
Sameinað þing: 11. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

Umræður utan dagskrár

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það útvarpsviðtal, sem hv. 5. þm. Norðurl. e. notar sem tilefni til þess að hefja hér umr. um þetta mál, mun hafa verið tekið upp og átt sér stað fyrir norðan fyrir síðustu helgi. Þetta samtal mun hafa verið tekið upp sem sagt nokkrum dögum áður en skýrsla var gefin um málið á þriðjudaginn var hér á hv. Alþ. Samtalið ber þess nokkur merki að það er tekið áður en þessar upplýsingar voru lagðar fram, og í rauninni vekur það nokkra furðu að Ríkisútvarpið skuli sjá ástæðu til þess að birta samtal sem þannig byggir á forsendum, sem að sumu leyti hafa verið skýrðar og leiðréttar síðar. Þetta er nauðsynlegt að komi hér fram í fyrsta lagi. Ef samtalið hefði átt sér stað eftir þær umr. sem fóru fram á Alþ. og skýrt var frá í fjölmiðlum s.l. þriðjudag, þá ætla ég að samtalið hefði orðið að sumu leyti nokkuð á aðra lund.

Ég held að það sé alger misskilningur hjá hv. fyrirspyrjanda að ummæli Gunnars Kristjánssonar oddvita stangist á við þær upplýsingar sem ég gaf hér. Ég hef ekki komið auga á neitt í því sem beinlínis stangast á.

Varðandi það bréf, sem oddvitinn sagðist hafa sent iðnrn. 5. okt. s.l., þá var mér ókunnugt um það bréf þangað til ég heyrði þetta í útvarpinu í gær. Ástæðan mun hafa verið sú, að oddvitinn hefur stílað og sent bréfið — ekki til iðnrn. eða iðnrh., heldur til Árna Snævarr ráðuneytisstjóra, og svo stóð á að hann var í veikindafríi. Mun það vera skýring þess, að ég sá þetta bréf ekki fyrr en í morgun þegar ég spurðist fyrir nm það að gefnu þessu tilefni. Í þessu bréfi óskar Gunnar Kristjánsson oddviti þess fyrir hönd hreppsnefndar og eigenda jarðanna að fá að fylgjast með framvindu þessara mála og honum verði send ljósrit af uppdráttum og öðrum upplýsingum um málið. Honum var sent skeyti nú í dag að sjálfsögðu sem svar við þessu bréfi, sem ég hafði ekki vitað um fyrr, og gerðar ráðstafanir til þess að honum væru sendar upplýsingar sem fyrir hendi eru um þetta mál.

Varðandi svo teikningar, sem hv. fyrirspyrjanda varð hér tíðrætt um og oddvitinn minntist á, þá er mál þannig vaxið að í skýrslu Norsk Hydro, sem ég gat um í frásögn minni, frá s.l. ári fylgdu lauslegir uppdrættir í sambandi við hugsanlega staðsetningu álvers. En í svari mínu við fsp. s.l. þriðjudag hér á Alþ. komst ég svo að orði, að veturinn 1973–1974 hafi Norsk Hydro með samþykki viðræðunefndar og iðnrn. kannað aðstæður til byggingar álvers norðanlands og austan, fyrirtækinu hafi sérstaklega verið bent á Eyjafjörð, Norðausturland og Austfirði. Síðan segir í þessari frásögn minni: „Í framhaldi af þessum athugunum sendi Norsk Hydro viðræðunefndinni snemma árs 1975 samanburð á staðsetningu álvers við Eyjafjörð, Húsavík og Reyðarfjörð, og fól sú grg. í sér það álit að aðstæður væru hagstæðastar við Eyjafjörð.“ Þessi grg. var send viðræðunefndinni og afhent öllum meðlimum hennar, m.a. fulltrúa Alþb. í n. sem er Ingi R. Helgason. Þessari grg. um staðsetningu á þessum stöðum fylgdu — hvort sem við eigum að kalla það teikningar eða lauslegt riss af þessari staðsetningu við Eyjafjörð og Reyðarfjörð. Þær virðast vera nokkuð lauslegar, en þó ern þar, að mér skilst, tvær útgáfur, þ.e.a.s. í stórum dráttum hvort hugsanlegt álver ætti að snúa frá suðri til norðurs eða austri til vesturs á þessum stað. Þetta hefur ekkert leyndarmál verið, það fylgdi skýrslunni sem allir nefndarmenn viðræðunefndarinnar fengu, og skýrslan mun vera dags. 5. febr. 1975.

Ég gerði ráðstafanir til þess í morgun að oddvitanum yrði strax send þessi skýrsla og aðrar þær upplýsingar sem tiltækar eru.

Ég held að það hafi verið ástæðulítið af hv. fyrirspyrjanda að fara nú að hefja umr. um þetta mál hér á Alþ. tveim dögum eftir að það var rætt ítarlega, og ég held að það sé alger misskilningur að nokkuð í ummælum mínum í fyrradag stangist á við það sem oddvitinn hefur haldið fram. En í ég vil undirstrika það, að strax og ég vissi um þetta bréf eða þessa beiðni oddvitans, voru ráðstafanir gerðar til að honum yrðu sendar allar upplýsingar, og ég vil ítreka það enn, að málið en á algeru könnunarstigi og eins og ég sagði í umr. í fyrradag, þá mun ég ekki mæla með byggingu álvers þar né annars staðar nema með fullu samþykki heimamanna.