23.03.1977
Neðri deild: 62. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 2802 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

15. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Eins og komið hefur í ljós, þá eru mikil vandkvæði á því að eðlilega geti farið fram atkvgr. hér í d. Þetta á sér ýmsar skýringar. Mér er kunnugt um það, að a. m. k. úr tveim kjördæmum eru þingmenn á fundum vegna þess að nú er mjög knúið á um afgreiðslu vegáætlunar. Þegar stór hópur þm. er fjarverandi vegna þess að sérstaklega er leitað á með afgreiðslu máls eins og vegáætlunar og þeir þar af leiðandi geta ekki verið viðstaddir umr. og atkvgr. í d., þá finnst mér mjög óeðlilegt að atkvgr. sé látin fara fram á þeim tíma sem þessir hv. þm. geta ekki verið viðstaddir. Ég tel því eðlilegt og vil raunar beina því til hæstv. forseta, að atkvgr. um þetta mál verði ekki látin fara fram, nema því aðeins að þm. eigi þess kost að sitja fund d. og taka þátt í umr. og atkvgr. Ég tel að þeir þm., sem hér um ræðir, bæði úr Reykjaneskjördæmi og af Austfjörðum, séu þannig settir nú að þeir geti ekki verið hér á fundi d. vegna þess að það er mjög ýtt á með afgreiðslu vegáætlunar.