30.03.1977
Neðri deild: 64. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3045 í B-deild Alþingistíðinda. (2225)

182. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Flm. (Jónas Árnason) :

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. með þessu frv. höfum við íslendingar í 20 ár verið aðilar að Alþjóðasamþykkt um verndun fugla. Í þessari samþykkt er kveðið svo á, að aðildarríkin banni haglabyssur sem taka fleiri en tvö skothylki, þ. e. a. s. marghlaðnar eða sjálfhlaðnar byssur. Nágrannalönd okkar munu öll hafa tekið þetta ákvæði inn í sín lög, og mér sýnist sjálfsagt að við gerum það líka. Þetta mál hefur verið rætt áður hér á Alþ. svo ég orðlengi ekki frekar um það að þessu sinni.

Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og menntmn.