14.04.1977
Neðri deild: 65. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3103 í B-deild Alþingistíðinda. (2268)

186. mál, mat á sláturafurðum

Landbrh. (HalIdór E. Sigurðsson):

Herra for­seti. Frv. á þskj. 374 var lagt fram í hv. Ed. og hlaut þar samþykki án þess að deildar mein­ingar yrðu um. Efni þessa frv. er hliðstætt eldri frv. sem flutt hafa verið til að framlengja undan­þágu um leyfi til slátrunar í þeim húsum sem ekki hafa fengið löggildingu. Enda þótt á síð­ustu árum hafi verulega áunnist í þeim efnum að gera sláturhús þannig úr garði, að þau hafi verið löggilt, er þó langt frá því að tekist hafi enn að ná því marki og er unnið að því, en jafn­hliða er nú einnig unnið að því að endurskoða þessi mál nokkuð frá því sem áður hefur verið gert. Brýna nauðsyn ber því til að fá þetta frv. afgreitt, til þess að hægt sé að framkvæma slátrun á næsta hausti á þeim svæðum þar sem sláturhús búa við undanþágu.

Ég vona að þetta frv. fái sömu viðtökur hér og í hv. Ed. og fái afgreiðslu frá hv. Alþingi.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.