14.04.1977
Neðri deild: 65. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3106 í B-deild Alþingistíðinda. (2271)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Magnús T. Ólafsson):

Í tilefni af mála­leitan hv. 3. þm. Reykv. um að 2. dagskrármálið verði af dagskrá tekið vil ég benda hv. þm. á 44. gr. þingskapa, þar sem fjallað er um að þm. geti gert till. um dagskrá. Í 2. málsgr. þeirrar greinar er settur tímafrestur hvenær slík ósk eigi fram að koma, þar sem segir svo: „Ef farið er fram á að mál sé látið ganga út af dagskránni skal afhenda forseta kröfuna um það samdæg­urs og dagskráin er ákveðin.“ Dagskrá þessa fundar var ákveðin í gær, og ég varð þess var að þm. vissu af því að þetta mál var sett á þá dagskrá, svo að ef formleg krafa um að taka málið af dagskrá átti að fá afgreiðslu þá sem ætlast er til í þingsköpum, átti krafan að koma fram í gær.