29.10.1976
Sameinað þing: 12. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (232)

28. mál, samkomulag um veiðar breskra togara

Tómas Árnason:

Herra forseti. Aðeins örfá orð út af þeim orðum sem fallið hafa varðandi formlegheitin. Ég álít ekkert höfuðatriði fyrir okkur, nema síður sé, hvernig formið snertir þetta mál. Aðalatriðið er efni samninganna, um hvað var samið milli þjóðanna. Það, sem ég átti við þessum efnum, var að það hefur ekki verið gerð enn þá formleg stefnumörkun af hálfu breta varðandi þetta mál, þannig að þeir eru ekki enn sem komið er, nema þá að það hafi skeð í dag eða gær, fylgjandi því sem almennri stefnumörkun að 200 mílna fiskveiðilögsaga skuli vera hafréttarlög.