19.04.1977
Neðri deild: 67. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3297 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

129. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Hæstv. forseti. Ég mun með örfáum orðum gera grein fyrir afstöðu minni. Ég mun sitja hjá við atkvgr. þessa frv. sem heildar að undanteknum tveimur greinum, 3. gr., sem fjallar um stofnkostnað og fjárfestingu, og 9. gr., sem fjallar um öll hugsanleg fríðindi til Þessa fyrirtækis, Grundartangaverksmiðjunnar. Ég er ekki alfarið mótfallin stór­iðju með þátttöku útlendinga, þótt ég vilji fara þar að með fyllstu gát. Þetta mál, er hér liggur fyrir um byggingu og rekstur járnblendiverk­smiðju í Hvalfirði í sambandi við norska stórfyrirtækið Elkem Spigerverket, er hins vegar þannig vaxið og felur í sér, að því er ég fæ best séð, það mikla efnahagslega áhættu fyrir íslenska ríkið, að ég treysti mér ekki til að greiða því atkv., þá ekki hvað síst með tilliti til þess, að gert er ráð fyrri stórfelldum erlendum lántökum sem ég tel ekki réttlætanlegar til viðbótar hinni geigvænlegu skuldabyrði íslenska ríkisins í dag. Samkv. ofansögðu greiði ég ekki atkv. um þessa grein.